Cantat-3 ennþá bilaður
Cantat-3 sæstrengurinn er búinn að vera bilaður síðan 17.12.2006, eða í 39 daga. Viðgerð átti að ljúka 22.01. en skv. fréttum þá var hætt við að gera við strenginn vegna veðurs.
Tekin var ákvörðun um frestunina 18.01., og var strengurinn þá gangsettur aftur til Evrópu, en af einhverjum óútskýrðum ástæðum var fréttatilkynning um frestunina ekki gefin út fyrr en 22.01.
Af öðrum sæstrengsmálum er það að frétta að Færeyingar hafa ákveðið að leggja sinn eigin sæstreng til Skotlands. Færeyjar og Svalbarði verða innan árs betur tengd við umheiminn en Ísland.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli