26. jan. 2007

Uppfærslur frá Apple (2007-001)

Apple gaf út uppfærslu fyrir Quicktime, bæði fyrir Mac OS X og Windows (2007-001). Það er mjög mikilvægt að vera alltaf með nýjustu uppfærslur til að forðast vírusa og tölvuþrjóta.

Á Mac OS X er einfaldast er að stilla tölvuna sína til að sækja þessar uppfærslur sjálfkrafa með því að nota Software Update.

Á Windows þarf að fara út í nokkrar aðgerðir, þvert á þær upplýsingar sem koma fram í tilkynningu Apple:

Ef núverandi útgáfa Quicktime á tölvunni er eldri en 7.1.3 þá þarf fyrst að sækja þá útgáfu og setja hana inn (veljið QuickTime án iTunes nema ætlunin sé að uppfæra iTunes líka). Nauðsynlegt er að setja inn Apple Software Update (ASU) sem fylgir með pakkanum.

Ef núverandi útgáfa Quicktime er 7.1.3 og ASU er ekki uppsett, þá þarf að sækja Quicktime pakkann aftur, opna hann með tóli eins og WinZip eða 7-Zip, finna skrána AppleSoftwareUpdate.msi og keyra hana til að setja upp ASU. Einnig er hægt að fjarlægja Quicktime og setja það inn aftur til að fá ASU inn á tölvuna, en þá verður að fjarlægja Quicktime algerlega fyrst.

Til þess að sækja uppfærsluna á Quicktime þarf að keyra ASU og fyrst að uppfæra það tól frá útgáfu 1.0.0.7 í útgáfu 1.0.2.2. Svo þarf að keyra það aftur og sækja þá loksins "Security Update 2007-001".

Engin ummæli: