23. des. 2014

Hjólaárið 2014

Spandex er ekki eitthvað sem var á dagskrá þetta árið og heldur ekki að taka þátt í hjólreiðakeppnum, en ég hef nálgast hjólreiðar þannig að skipuleggja hlutina ekki alltof mikið en hafa þeim mun meira gaman af því sem ég geri.

Samanburðurinn við 2013 er ákaflega hagstæður, um 140 km þá en nærri 1.300 km núna. Ég tel samt nokkuð víst að níföld aukning á næsta ári, upp í tæpa 12.000 km, sé ekki alveg í spilunum...


Nóvember var besti hjólamánuðurinn, óvanalega gott veður þá, sem margir urðu varir við og nýttu sér, og ég fór að hjóla nokkuð reglulega með Víkingum.


Ég keypti mér þráðlausa vigt til að fylgjast með árangrinum en bíð ennþá spenntur eftir niðurstöðunum. Ég er alveg viss um að þær eru þarna... Annars eru 99 kg töluvert betra en 128 kg, ég hefði bara þurft að skrá þetta betur frá janúar 2012.


Sunnudagurinn 20. júlí var mikill áfangi. Fram að þeim tíma hafði ég mest farið 5-10 km ferðir en þennan sunnudag fórum við Sonja hringinn í kringum Reykjanestána, 46,6 km í góðu veðri, líklega ævintýralega góðu veðri af Reykjanesinu að vera þar sem alltaf er rok ("Keflavíkurflugvöllur, hringur rangsælis").


Eftir þessa ferð var það ekki þess virði að fara út fyrir hússins dyr fyrir minna en 20-30 km. Ég fór að kanna fleiri leiðir, dalina þrjá á höfuðborgarsvæðinu, til og frá vinnu, þó ekki mikið út á Gróttu eins og margir gera. Það var samt ekki enn kominn spandextími, það gerðist seinna.

Í ágúst skipulagði ég að grípa góðviðrisdag og hjóla strendur Reykjavíkur. Þriðjudagurinn 21. ágúst var sá dagur, ég fór úr vinnunni með skömmum fyrirvara fyrir "Strandferðina miklu", eins og ég með mjög hógværum hætti kallaði hana, sem ég skjalfesti í myndum.


Þetta var mjög skemmtileg ferð, sameinaði margt dundur sem ég hef gaman af: Skoða kort, hjóla, slappa af, taka myndir.

September var spandex. Kveikjan var KexReið 2014 hinn 20. september (myndband, ferill); ég ákvað að nota bara gamla hjólið mitt þó svo að ég yrði líklega sá eini sem væri ekki á racer en ný föt var nauðsynlegt að fá.


Þessi keppni var æðisleg og ég var ágætlega ánægður með árangurinn. Á næsta ári er stefnan sett á Tour de Hvolsvöllur B, KexReið 2015 og aðrar keppnir af svipuðum toga ásamt því að hjóla með Reiðhjólabændum og Víkingum, ferðir eins og "Nóbel-Víkingur með kaffi og kanilsnúð", sem var lengsta ferðin á árinu, 55,6 km, seint í nóvember í fríðum hópi valkyrja.


Stefnan er líka sett á nýtt hjól snemma á næsta ári, Specialized Diverge Elite A1 er í sigtinu.


Hjólasjóðurinn er opinn ef þið eruð enn í vandræðum með jólagjöf til mín. ;)

Viðbót: Að lokum er hér myndræn samantekt með helstu staðreyndum frá Strava.

30. júl. 2010

Inception

Inception er fín kvikmynd. Hún fjallar um veruleika og drauma og fólk sem getur farið inn í drauma með öðrum og inn í draum innan í draumi. Mjög Matrix-legt en betri mynd en framhaldsmyndir Matrix. Það er líka hægt að gleyma því að maður sé inn í draumi, minnir mann dálítið á Memento, enda er þetta sami leikstjórinn. Vel þess virði að sjá þessa mynd, varla þess virði að fara í bíó á hana.

Fær 8/10 í einkunn.

13. mar. 2010

Ráðdeild og eyðslusemi

Ráðdeild og hagsýni eru lítils metnir eiginleikar á Íslandi en fólki er hampað og það verðlaunað fyrir eyðslusemi.

Á forsíðu Fréttablaðsins í dag er rætt um hugmyndir ráðherra um að þvinga afskriftir á bílalánum niður í 110% af markaðsverði. Í fréttinni er bent á að hætta er á að þeir sem tóku mesta áhættu og skuldi mest hagnist á þessum afskriftum en auðvitað er ástæðan fyrir því að ráðherra er að velta þessum hugmyndum fyrir sér sú að það þarf að bjarga fólki.

Bjarga fólki frá vandræðum sem það bjó til sjálft.

Ég er orðinn ofboðslega þreyttur á að hlusta á fólk væla um hvað það eigi bágt, sérstaklega vegna þess að ástand þess virðist vera öllum öðrum að kenna en því sjálfu. Það var verðbólgan, það var gengið, það var fasteignamarkaðurinn, það voru bankarnir, það var ríkisstjórnin, ... Aldrei viðurkennir fólk að það hafi verið þeirra eigin fífldirfska sem sé að koma í bakið á þeim og aldrei heitir fólk því að breyta líferni sínu.

Við hjónin höfum alltaf farið varlega í fjármálum. Þegar við keyptum okkur húsnæði þá skuldsettum við okkur að 65%. Við hefðum getað keypt okkur mun stærra húsnæði á 100% myntkörfuláni en það var einfaldlega fáránleg hugmynd að okkar mati. Í staðinn tókum við lán á lægstu vöxtum sem við gátum fengið, í þeim gjaldmiðli sem við vorum með laun í og einungis að því marki að við töldum okkur með mikilli vissu geta staðið undir afborgunum.

Við höfum aldrei tekið bílalán á Íslandi, við höfum alltaf staðgreitt þá bíla sem við höfum keypt. Við höfum safnað peningum og svo keypt bílinn. Ekki keypt bílinn og svo farið að væla yfir því að við höfum ekki efni á afborgunum.

Það er orðið löngu ljóst að það er fólk eins og við hjónin sem munu þurfa að borga undir rassinn á eyðslusömum vælukjóum næstu árin. Við munum ekki fá að njóta okkur eigin fjármuna. Og gott og vel, það er hin norræna hugsun að standa saman og hjálpa þeim sem minna mega sín. Það er gott samfélagsform.

EN:

Til að sátt náist um slíka lausn þá er kominn tími á fólk líti í eigin barm, viðurkenni þau mistök sem það gerði og setji fram aðgerðaáætlun í eigin lífi. Ekki vísa á einhverja aðra, ekki vísa á að ríkisstjórnin eigi að koma með aðgerðaáætlun; takið ábyrgð, viðurkennið mistökin, lærið af mistökum ykkar, setjið fram raunhæfar hugmyndir um hvernig þið ætlið að bæta tjónið og hvernig þið ætlið að breyta líferni ykkar til frambúðar.

"Ask not what your country can do for you - ask what you can do for your country."

Ég er tilbúinn til að hjálpa, ég hef burði til þess að hjálpa en ég ætla ekki að hjálpa vælukjóum sem ætlast til þess að fá allt upp í hendurnar. Þið þurfið að taka ábyrgð og grípa til aðgerða hvert og eitt.

Hvað ætlar þú að gera?

13. apr. 2009

Monsters vs Aliens

Kvikmyndin Monsters vs Aliens er ekki vitund frumleg. Sögþráðurinn er klisjukennd barátta góðs og ills og hvernig það sem við hræðumst (skrýmslin) bjargar mannkyninu. Handritið er stolið og stælt úr Súperman, Stjörnustríði og Independence Day. Persónurnar eru grunnar og fyrirsjáanlegar, t.d. er Gallaxhar nánast afrit af dr. Nefarious, sem er "stereotypical mad scientist".

Fær 5/10 í einkunn.

The Bourne Ultimatum

The Bourne Ultimatum er þokkaleg afþreying en ekki djúp saga. Fylgir mjög í fótspor fyrri mynda, The Bourne Identity (sem fékk 8/10 í einkunn) og The Bourne Supremacy (sem fékk 7/10 í einkunn). Myndaröðinni fer hrakandi. Hann er minnislaus.

Fær 6/10 í einkunn.

10. ágú. 2008

Enn meiri sæstrengjafjöld

Ég er mikill áhugamaður um sæstrengi og hef skrifað allmarga pistla um þá í gegnum tíðina, nánar tiltekið þessa:

Í dag er Ísland tengt með Cantat-3 til Danmerkur, Bretlands og Kanada og með Farice til Skotlands. Ég hef kallað þetta að vera með "2 og ½" sæstreng því leggirnir á Cantat-3 eru ekki alveg sjálfstæðir.

Eins og sjá má á titlunum á pistlunum hér að ofan þá hefur ástandið ekki verið sérlega gott og einnig er Cantat-3 að nálgast líftíma sinn. En núna hillir loksins í að breyting sé að verða á.

Verið er að leggja Danice til Danmerkur. Einnig er verið að leggja Greenland Connect til Grænlands og þaðan til Kanada. Hibernia Atlantic áformar enn að tengja Ísland og Írland og loks er í umræðunni að leggja streng frá Íslandi til Bandaríkjanna.

Vonandi verður af þessu og vonandi ganga áform þeirra upp, sem ætla að nota strengina, því gagnaver, eins og þau sem Verne Global og Data Islandia eru að reisa, eru mun betri nýting á raforku en stóriðja, á allan hátt.

6. júl. 2008

Hvað felst í vandamálinu "P vs. NP"?

Það var nýlega birt grein eftir mig á Vísindavef Háskóla Íslands:

Hún er gefin út 23.06.2008 en það er orðið dálítið síðan að ég skrifaði hana. Áður hafa verið birtar:
og að lokum veitti ég ráðgjöf við:
Allt einkar skemmtileg viðfangsefni svo ég segi nú sjálfur frá.

7. jún. 2008

Seyðfirsk tímaskekkja

Seyðfirðingar eru, í fullri alvöru að því virðist, að skoða það að taka upp sumartíma á Seyðisfirði.

Þetta er stórvitlaus hugmynd á svo marga vegu og af svo mörgum ástæðum að það hálfa væri nóg.

Fyrir það fyrsta þá er Íslands þegar á sumartíma, eða með "flýtta klukku", allt árið um kring. M.v. hnattstöðu þá ætti Ísland að vera á GMT-1, en reyndar ætti vestasti hluti Vestfjarða að vera á GMT-2. Hinsvegar er Ísland á GMT allt árið um kring sem í raun sumarklukkan ef hér væri sumartími. Að taka upp sumartíma, þ.e. að flýta klukkunni yfir á GMT+1, er í raun að taka upp tvöfaldan sumartíma og hið náttúrlega hádegi er þá um kl. 14 síðdegis (nánar tiltekið kl. 14:14 að meðaltali).

Í öðru lagi mun sumartími skapa vandræði í tölvukerfum og tölvustýrðum tækjum þegar þarf að breyta tímanum.

Í þriðja lagi mun skapast almennur ruglingur tvisvar á ári manna á milli þegar breytt er um tíma.

Ég fjallaði mjög ítarlega um þessi atriði og mörg önnur í grein í Morgunblaðinu 17. nóvember 2000 þegar hugmyndir um sumartíma voru til umræðu. Fremur en að endurtaka mig hér þá vísa ég á greinina. Öll rökin eiga enn við enda hugmyndin jafnvitlaus þá og nú.

Fjölmargar aðrar greinar má finna í Morgunblaðinu frá þessum tíma og enginn mælti þessari hugmynd bót. Helstar vil ég benda á þessar:

en einnig voru þessar áhugaverðu greinar ritaðar:
Þessi tiltekna hugmynd sem nú er til umræðu, að hafa annan tíma á Seyðisfirði en annars staðar á Íslandi er enn verri en almenna hugmyndin um sumartíma á Íslandi. Maður getur rétt ímyndað sér ferðamennina sem eru að reyna að ná í Norrænu, en "því miður, hún fór kl. 14:00 að Seyðfirskum tíma, ekki íslenskum tíma".

Mín ráðlegging til Seyðfirðinga er að fara fyrr á fætur, byrja vinnudaginn fyrr, fara fyrr heim og þá endist sólin lengur á kvöldin. Drattist á fætur!

6. maí 2008

Windows XP Service Pack 3

Microsoft hefur gefið út Service Pack 3 fyrir Windows XP (KB 936929). Einfaldast er sækja þessa uppfærslu með því að fara á Microsoft Update (hlekkur virkar einungis í IE) og fylgja leiðbeiningunum þar.

18. mar. 2008

Windows Vista Service Pack 1

Microsoft hefur gefið út Service Pack 1 fyrir Windows Vista (KB 936330). Einfaldast er sækja þessa uppfærslu með því að fara á Microsoft Update (hlekkur virkar einungis í IE) og fylgja leiðbeiningunum þar.

8. des. 2007

Office 2007 Service Pack 1

Microsoft hefur gefið út Service Pack 1 fyrir Office 2007 (KB 936982). Einfaldast er sækja þessa uppfærslu með því að fara á Microsoft Update (hlekkur virkar einungis í IE) og fylgja leiðbeiningunum þar.

21. nóv. 2007

Uppfærsla á QuickTime (7.3)

QuickTime hefur verið uppfært í útgáfu 7.3. Samhliða nýju útgáfunni hefur Apple gefið út viðvörun þar sem þessi nýja útgáfa lagar nokkra öryggisgalla.

Á Mac OS X er einfaldast er að stilla tölvuna sína til að sækja þessar uppfærslur sjálfkrafa með því að nota Software Update. Á Windows þarf að nota Apple Software Update tólið sem fylgir með nýlegum útgáfum af QuickTime og iTunes.

Uppfærslur á Mac OS X (10.4.11 og 10.5.1)

Apple hefur gefið út uppfærslur fyrir Mac OS X, útgáfu (10.4.11 fyrir Tiger og útgáfu 10.5.1 fyrir Leopard. Það er mjög mikilvægt að vera alltaf með nýjustu uppfærslur til að forðast vírusa og tölvuþrjóta.

Einfaldast er að stilla tölvuna sína til að sækja þessar uppfærslur sjálfkrafa með því að nota Software Update.

Uppfærslur frá Apple (2007-007 og 2007-008)

Apple hefur gefið út 86 uppfærslur fyrir Mac OS X, bæði stýrikerfið sjálft og forrit sem fylgja með því (2007-007 og 2007-008). Það er mjög mikilvægt að vera alltaf með nýjustu uppfærslur til að forðast vírusa og tölvuþrjóta.

Einfaldast er að stilla tölvuna sína til að sækja þessar uppfærslur sjálfkrafa með því að nota Software Update.

4. nóv. 2007

Uppfærsla á Firefox (2.0.0.9)

Firefox vefsjáin hefur verið uppfærð í útgáfu 2.0.0.9. Þessi útgáfa lagar nokkur vandamál sem komu upp í útgáfu 2.0.0.8. Eins og alltaf er ástæða til að vera með nýjustu útgáfuna til að forðast vírusa og tölvuþrjóta.

Smellið á "Help : Check for Updates..." og svo "Download & Install now »" til að sækja og setja upp þessa nýju útgáfu. Eftir endurræsinguna, smellið þá á "Tools : Add-ons : Find Updates : Install Updates" til að sækja uppfærslur á öllum viðbótum.

20. okt. 2007

Uppfærsla á Firefox (2.0.0.8)

Firefox vefsjáin hefur verið uppfærð í útgáfu 2.0.0.8. Í þessari útgáfu er m.a. 8 öryggisuppfærslur (2007 nr. 29-36) auk stuðnings við Mac OS X Leopard. Eins og alltaf er ástæða til að vera með nýjustu útgáfuna til að forðast vírusa og tölvuþrjóta.

Smellið á "Help : Check for Updates..." og svo "Download & Install now »" til að sækja og setja upp þessa nýju útgáfu. Eftir endurræsinguna, smellið þá á "Tools : Add-ons : Find Updates : Install Updates" til að sækja uppfærslur á öllum viðbótum.

10. okt. 2007

Office 2003 Service Pack 3

Microsoft hefur gefið út Service Pack 3 fyrir Office 2003 (KB 923618). Einfaldast er sækja þessa uppfærslu með því að fara á Microsoft Update (hlekkur virkar einungis í IE) og fylgja leiðbeiningunum þar.

Uppfærsla á Picasa (2.7.0.37.32)

Picasa myndaforritið hefur verið uppfært í útgáfu 2.7.0.37.32. Í þessari útgáfu eru ýmsar minniháttar villur lagfærðar.

Smellið á "Help : Check for Updates Online" til að sækja og setja upp þessa nýju útgáfu. Einnig má sækja hana beint frá Google.

9. okt. 2007

Uppfærslur frá Microsoft (október 2007)

Upprunalegt 09.10.: Microsoft gaf út 6 öryggisuppfærslur í dag (09.10.) fyrir Windows, Internet Explorer, Outlook Express og Office (2007 nr. 55-59). Það er mjög mikilvægt að vera alltaf með nýjustu uppfærslur til að forðast vírusa og tölvuþrjóta.

Hérna eru upplýsingar um þessar uppfærslur fyrir venjulega tölvunotendur og einnig fyrir tölvusérfræðinga.

Einfaldast er samt að stilla tölvuna sína til að sækja þessar uppfærslur sjálfkrafa með því að nota Automatic Updates en einnig er hægt að sækja þær handvirkt með því að fara á Microsoft Update (hlekkur virkar einungis í IE) og fylgja leiðbeiningunum þar.

18. sep. 2007

Uppfærsla á Firefox (2.0.0.7)

Firefox vefsjáin hefur verið uppfærð í útgáfu 2.0.0.7. Í þessari útgáfu er m.a. 1 öryggisuppfærsla (2007 nr. 28). Eins og alltaf er ástæða til að vera með nýjustu útgáfuna til að forðast vírusa og tölvuþrjóta.

Smellið á "Help : Check for Updates..." og svo "Download & Install now »" til að sækja og setja upp þessa nýju útgáfu. Eftir endurræsinguna, smellið þá á "Tools : Add-ons : Find Updates : Install Updates" til að sækja uppfærslur á öllum viðbótum.

11. sep. 2007

Uppfærslur frá Microsoft (september 2007)

Upprunalegt 11.09.: Microsoft gaf út 4 öryggisuppfærslur í dag (11.09.) fyrir Windows 2000, Visual Studio, Windows Services for UNIX, MSN Messenger og Windows Live Messenger (2007 nr. 51-54). Það er mjög mikilvægt að vera alltaf með nýjustu uppfærslur til að forðast vírusa og tölvuþrjóta.

Hérna eru upplýsingar um þessar uppfærslur fyrir venjulega tölvunotendur og einnig fyrir tölvusérfræðinga.

Einfaldast er samt að stilla tölvuna sína til að sækja þessar uppfærslur sjálfkrafa með því að nota Automatic Updates en einnig er hægt að sækja þær handvirkt með því að fara á Microsoft Update (hlekkur virkar einungis í IE) og fylgja leiðbeiningunum þar.

Einnig ættu allir notendur MSN Messenger og Windows Live Messenger að uppfæra í Windows Live Messenger 8.1 hið fyrsta.

14. ágú. 2007

Uppfærslur frá Microsoft (ágúst 2007)

Upprunalegt 14.08.: Microsoft gaf út 9 öryggisuppfærslur í dag (14.08.) fyrir Windows og Office (2007 nr. 42-50). Það er mjög mikilvægt að vera alltaf með nýjustu uppfærslur til að forðast vírusa og tölvuþrjóta.

Hérna eru upplýsingar um þessar uppfærslur fyrir venjulega tölvunotendur og einnig fyrir tölvusérfræðinga.

Einfaldast er samt að stilla tölvuna sína til að sækja þessar uppfærslur sjálfkrafa með því að nota Automatic Updates en einnig er hægt að sækja þær handvirkt með því að fara á Microsoft Update (hlekkur virkar einungis í IE) og fylgja leiðbeiningunum þar.

11. ágú. 2007

Sæstrengjafjöld

Á seinustu dögum hafa borist fregnir að margir stefni að því að leggja nýja sæstrengi til Íslands. Eins og ég hef áður fjallað um þá eru sæstrengir hagkvæm fjárfesting en einnig að það þarf a.m.k. tvo sjálfstæða, hringtengda fjarskiptastrengi, þ.e.a.s. 4 sæstrengi í heildina milli Íslands og umheimsins.

Nú bendir allt til þess að bráðum tengi 4 sæstrengir Ísland, þrátt fyrir að Cantat-3 verði aflagður vegna aldurs. Fyrir er Farice-1 og byrjað er á vinnunni vegna Farice-2. Grænlenska TELE-POST ætlar að leggja sæstreng frá Grænlandi til Kanada til að tengjast N-Ameríku og svo annan streng til Íslands til að tengjast Evrópu í gegnum strengi frá Íslandi. Íslendingar munu á móti geta notað sér sambandið til Kanada í gegnum Grænland. Að lokum hafa borist fréttir af því að Hibernia Atlantic ætli að leggja sæstreng frá Íslandi og tengja við strengjaparið sitt.

31. júl. 2007

Uppfærsla á Firefox (2.0.0.6)

Firefox vefsjáin hefur verið uppfærð í útgáfu 2.0.0.6. Í þessari útgáfu er m.a. 2 öryggisuppfærslur (2007 nr. 26-27). Eins og alltaf er ástæða til að vera með nýjustu útgáfuna til að forðast vírusa og tölvuþrjóta.

Smellið á "Help : Check for Updates..." og svo "Download & Install now »" til að sækja og setja upp þessa nýju útgáfu. Eftir endurræsinguna, smellið þá á "Tools : Add-ons : Find Updates : Install Updates" til að sækja uppfærslur á öllum viðbótum.

22. júl. 2007

Uppfærsla á Firefox (2.0.0.5)

Firefox vefsjáin hefur verið uppfærð í útgáfu 2.0.0.5. Í þessari útgáfu er m.a. 8 öryggisuppfærslur (2007 nr. 18-25). Eins og alltaf er ástæða til að vera með nýjustu útgáfuna til að forðast vírusa og tölvuþrjóta.

Smellið á "Help : Check for Updates..." og svo "Download & Install now »" til að sækja og setja upp þessa nýju útgáfu. Eftir endurræsinguna, smellið þá á "Tools : Add-ons : Find Updates : Install Updates" til að sækja uppfærslur á öllum viðbótum.

Uppfærsla á QuickTime (7.2)

QuickTime hefur verið uppfært í útgáfu 7.2. Samhliða nýju útgáfunni hefur Apple gefið út viðvörun þar sem þessi nýja útgáfa lagar nokkra öryggisgalla.

Á Mac OS X er einfaldast er að stilla tölvuna sína til að sækja þessar uppfærslur sjálfkrafa með því að nota Software Update. Á Windows þarf að nota Apple Software Update tólið sem fylgir með nýlegum útgáfum af QuickTime og iTunes.

Uppfærslur frá Apple (2007-006)

Apple gaf út 2 uppfærslur fyrir Mac OS X, bæði stýrikerfið sjálft og forrit sem fylgja með því (2007-006). Það er mjög mikilvægt að vera alltaf með nýjustu uppfærslur til að forðast vírusa og tölvuþrjóta.

Einfaldast er að stilla tölvuna sína til að sækja þessar uppfærslur sjálfkrafa með því að nota Software Update.

10. júl. 2007

Uppfærslur frá Microsoft (júlí 2007)

Upprunalegt 10.07.: Microsoft gaf út 6 öryggisuppfærslur í dag (10.07.) fyrir Windows og Office (2007 nr. 36-41). Það er mjög mikilvægt að vera alltaf með nýjustu uppfærslur til að forðast vírusa og tölvuþrjóta.

Hérna eru upplýsingar um þessar uppfærslur fyrir venjulega tölvunotendur og einnig fyrir tölvusérfræðinga.

Einfaldast er samt að stilla tölvuna sína til að sækja þessar uppfærslur sjálfkrafa með því að nota Automatic Updates en einnig er hægt að sækja þær handvirkt með því að fara á Microsoft Update (hlekkur virkar einungis í IE) og fylgja leiðbeiningunum þar.

5. júl. 2007

Aukauppfærslur frá Microsoft, hluti 2:2

Upprunalegt 05.07.: Microsoft hefur gefið út seinni hlutann af uppfærslunum sem tilkynnt var um í viðvörun SA 927891, sbr. fyrri pistil. Uppfærslurnar voru gefnar út til að laga vandamál við Automatic Updates og Microsoft Update sem allmargir lenda í: Þegar farið er á Microsoft Update þá notar forritið svchost.exe 100% af örgjörvanum í langan tíma og tölvan virðist hætta að virka.

Þessi uppfærsla er sú seinni af tveimur, sú fyrri lagaði Windows Installer og þessi lagar lagar Windows Update forritið.

Hægt að sækja þessa uppfærslu með því að fara á Microsoft Update (hlekkur virkar einungis í IE) og fylgja leiðbeiningunum þar.

17. jún. 2007

Uppfærsla á Firefox (2.0.0.4)

Firefox vefsjáin hefur verið uppfærð í útgáfu 2.0.0.4. Í þessari útgáfu er m.a. 5 öryggisuppfærslur (2007 nr. 12-14 og 16-17). Eins og alltaf er ástæða til að vera með nýjustu útgáfuna til að forðast vírusa og tölvuþrjóta.

Smellið á "Help : Check for Updates..." og svo "Download & Install now »" til að sækja og setja upp þessa nýju útgáfu. Eftir endurræsinguna, smellið þá á "Tools : Add-ons : Find Updates : Install Updates" til að sækja uppfærslur á öllum viðbótum.