15. jan. 2007

Signs

Kvikmyndin Signs er sérkennileg, eins og eiginlega allar myndir M. Night Shyamalan. Á yfirborðinu fjallar þessi mynd um innrás geimvera. Þær búa yfir mun meiri tækni en við og hafa valið jörðina af kostgæfni en undirbúa innrásina með því að gera "akurhringi" og virðast ekki hafa áttað sig á því að þær þola ekki vatn. Undir niðri fjallar myndin um prest sem hefur hætt að trúa og innri baráttu hans við að öðlast trú sína aftur. Gæti verið vel þess virði að sjá hana þó svo að mér hafi ekki líkað hún.

Fær 5/10 í einkunn.

Engin ummæli: