Tsotsi
Kvikmyndin Tsotsi fjallar um ungan strák í Suður-Afríku sem stelur bíl en áttar sig svo á því að það er lítið barn í aftursætinu. Hann skilar barninu sex dögum seinna og myndin fjallar um líf hans og þá breytingu sem verður á honum á þessum sex dögum. Að mörgu leyti er þessi mynd áþekk Cidade de Deus (sem fékk 8/10 í einkunn), m.a. að því leyti að fjalla um fátæk börn sem verða að sjá um sig sjálf í hörðum heimi. Báðar minna þær mann á að það er gott að búa á Íslandi.
Fær 7/10 í einkunn.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli