18. sep. 2007

Uppfærsla á Firefox (2.0.0.7)

Firefox vefsjáin hefur verið uppfærð í útgáfu 2.0.0.7. Í þessari útgáfu er m.a. 1 öryggisuppfærsla (2007 nr. 28). Eins og alltaf er ástæða til að vera með nýjustu útgáfuna til að forðast vírusa og tölvuþrjóta.

Smellið á "Help : Check for Updates..." og svo "Download & Install now »" til að sækja og setja upp þessa nýju útgáfu. Eftir endurræsinguna, smellið þá á "Tools : Add-ons : Find Updates : Install Updates" til að sækja uppfærslur á öllum viðbótum.

11. sep. 2007

Uppfærslur frá Microsoft (september 2007)

Upprunalegt 11.09.: Microsoft gaf út 4 öryggisuppfærslur í dag (11.09.) fyrir Windows 2000, Visual Studio, Windows Services for UNIX, MSN Messenger og Windows Live Messenger (2007 nr. 51-54). Það er mjög mikilvægt að vera alltaf með nýjustu uppfærslur til að forðast vírusa og tölvuþrjóta.

Hérna eru upplýsingar um þessar uppfærslur fyrir venjulega tölvunotendur og einnig fyrir tölvusérfræðinga.

Einfaldast er samt að stilla tölvuna sína til að sækja þessar uppfærslur sjálfkrafa með því að nota Automatic Updates en einnig er hægt að sækja þær handvirkt með því að fara á Microsoft Update (hlekkur virkar einungis í IE) og fylgja leiðbeiningunum þar.

Einnig ættu allir notendur MSN Messenger og Windows Live Messenger að uppfæra í Windows Live Messenger 8.1 hið fyrsta.