9. jan. 2007

Uppfærslur frá Microsoft (janúar 2007)

Uppfært 27.01.: Microsoft hefur gefið út viðvörun (SA 932553) vegna galla sem hefur uppgötvast í Microsoft Office, í öllum útgáfum nema 2007.

Uppfært 27.01.: Microsoft hefur gefið út viðvörun (SA 932114) vegna galla sem hefur uppgötvast í Microsoft Word 2000.

Upprunalegt 09.01.: Microsoft gaf út 4 öryggisuppfærslur í dag (09.01.) fyrir Windows, Internet Explorer og Office (2007 nr. 1-4) en hætti við á seinustu stundu að gefa út 4 aðrar uppfærslur. Það er mjög mikilvægt að vera alltaf með nýjustu uppfærslur til að forðast vírusa og tölvuþrjóta.

Hérna eru upplýsingar um þessar uppfærslur fyrir venjulega tölvunotendur og einnig fyrir tölvusérfræðinga.

Einfaldast er samt að stilla tölvuna sína til að sækja þessar uppfærslur sjálfkrafa með því að nota Automatic Updates en einnig er hægt að sækja þær handvirkt með því að fara á Microsoft Update (hlekkur virkar einungis í IE) og fylgja leiðbeiningunum þar.

Engin ummæli: