10. ágú. 2008

Enn meiri sæstrengjafjöld

Ég er mikill áhugamaður um sæstrengi og hef skrifað allmarga pistla um þá í gegnum tíðina, nánar tiltekið þessa:

Í dag er Ísland tengt með Cantat-3 til Danmerkur, Bretlands og Kanada og með Farice til Skotlands. Ég hef kallað þetta að vera með "2 og ½" sæstreng því leggirnir á Cantat-3 eru ekki alveg sjálfstæðir.

Eins og sjá má á titlunum á pistlunum hér að ofan þá hefur ástandið ekki verið sérlega gott og einnig er Cantat-3 að nálgast líftíma sinn. En núna hillir loksins í að breyting sé að verða á.

Verið er að leggja Danice til Danmerkur. Einnig er verið að leggja Greenland Connect til Grænlands og þaðan til Kanada. Hibernia Atlantic áformar enn að tengja Ísland og Írland og loks er í umræðunni að leggja streng frá Íslandi til Bandaríkjanna.

Vonandi verður af þessu og vonandi ganga áform þeirra upp, sem ætla að nota strengina, því gagnaver, eins og þau sem Verne Global og Data Islandia eru að reisa, eru mun betri nýting á raforku en stóriðja, á allan hátt.

6. júl. 2008

Hvað felst í vandamálinu "P vs. NP"?

Það var nýlega birt grein eftir mig á Vísindavef Háskóla Íslands:

Hún er gefin út 23.06.2008 en það er orðið dálítið síðan að ég skrifaði hana. Áður hafa verið birtar:
og að lokum veitti ég ráðgjöf við:
Allt einkar skemmtileg viðfangsefni svo ég segi nú sjálfur frá.

7. jún. 2008

Seyðfirsk tímaskekkja

Seyðfirðingar eru, í fullri alvöru að því virðist, að skoða það að taka upp sumartíma á Seyðisfirði.

Þetta er stórvitlaus hugmynd á svo marga vegu og af svo mörgum ástæðum að það hálfa væri nóg.

Fyrir það fyrsta þá er Íslands þegar á sumartíma, eða með "flýtta klukku", allt árið um kring. M.v. hnattstöðu þá ætti Ísland að vera á GMT-1, en reyndar ætti vestasti hluti Vestfjarða að vera á GMT-2. Hinsvegar er Ísland á GMT allt árið um kring sem í raun sumarklukkan ef hér væri sumartími. Að taka upp sumartíma, þ.e. að flýta klukkunni yfir á GMT+1, er í raun að taka upp tvöfaldan sumartíma og hið náttúrlega hádegi er þá um kl. 14 síðdegis (nánar tiltekið kl. 14:14 að meðaltali).

Í öðru lagi mun sumartími skapa vandræði í tölvukerfum og tölvustýrðum tækjum þegar þarf að breyta tímanum.

Í þriðja lagi mun skapast almennur ruglingur tvisvar á ári manna á milli þegar breytt er um tíma.

Ég fjallaði mjög ítarlega um þessi atriði og mörg önnur í grein í Morgunblaðinu 17. nóvember 2000 þegar hugmyndir um sumartíma voru til umræðu. Fremur en að endurtaka mig hér þá vísa ég á greinina. Öll rökin eiga enn við enda hugmyndin jafnvitlaus þá og nú.

Fjölmargar aðrar greinar má finna í Morgunblaðinu frá þessum tíma og enginn mælti þessari hugmynd bót. Helstar vil ég benda á þessar:

en einnig voru þessar áhugaverðu greinar ritaðar:
Þessi tiltekna hugmynd sem nú er til umræðu, að hafa annan tíma á Seyðisfirði en annars staðar á Íslandi er enn verri en almenna hugmyndin um sumartíma á Íslandi. Maður getur rétt ímyndað sér ferðamennina sem eru að reyna að ná í Norrænu, en "því miður, hún fór kl. 14:00 að Seyðfirskum tíma, ekki íslenskum tíma".

Mín ráðlegging til Seyðfirðinga er að fara fyrr á fætur, byrja vinnudaginn fyrr, fara fyrr heim og þá endist sólin lengur á kvöldin. Drattist á fætur!

6. maí 2008

Windows XP Service Pack 3

Microsoft hefur gefið út Service Pack 3 fyrir Windows XP (KB 936929). Einfaldast er sækja þessa uppfærslu með því að fara á Microsoft Update (hlekkur virkar einungis í IE) og fylgja leiðbeiningunum þar.

18. mar. 2008

Windows Vista Service Pack 1

Microsoft hefur gefið út Service Pack 1 fyrir Windows Vista (KB 936330). Einfaldast er sækja þessa uppfærslu með því að fara á Microsoft Update (hlekkur virkar einungis í IE) og fylgja leiðbeiningunum þar.