27. jan. 2007

Viðvörun vegna galla í Adobe Reader og uppfærslur

Adobe hefur gefið út viðvörun (APSB07-01) vegna galla í Adobe Reader og Acrobat á Windows, Mac OS X og UNIX. Gallarnir eru í útgáfu 7.0.8 og öllum eldri útgáfum.

Adobe mælir með því að uppfæra upp í útgáfu 8. Ef það er ekki hægt þá mælir Adobe með því að uppfæra upp í útgáfu 7.0.9 eða útgáfu 6.0.6, sem voru gefnar út til að laga gallana. Leiðbeiningar um hvað skal gera í hverju tilfelli má finna í tilkynningu Adobe.

Engin ummæli: