The Sentinel
Kvikmyndin The Sentinel er eins og mjög langur, fremur lélegur sjónvarpsþáttur. Hún fjallar um samsæri um að myrða forseta BNA og leitina að flugumanni í innsta hring öryggisgæslu hans, sem er þvingaður af einhverjum austur-evrópskum glæpamönnum til að taka þátt.
Myndin skartar stórstjörnum eins og Michael Douglas, Kiefer Sutherland og Eva Longoria, en það dugar engan vegin til því sagan er leiðinleg og samhengislaus og frásögnin óspennandi og ruglingsleg.
Það væri til að æra óstöðugan að tíunda hér allar þær spurningar sem myndin svara engan veginn og þau göt sem eru í handritinu. Þessi mynd er ekki þess virði að sjá hana, það eru mun betri sjónvarpsþættir á hverju kvöldi.
Fær 1/10 í einkunn.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli