Viðvörun vegna galla í Adobe Flash Player
Microsoft og Adobe hafa gefið út viðvaranir (925143 og APSB06-11) vegna Adobe Flash Player. Alvarlegir gallar eru í útgáfu 8.0.24.0 og öllum eldri útgáfum sem tölvuþrjótar gætu misnotað.
Microsoft mun gefa út uppfærslur fyrir þær eldri útgáfur sem dreift var með Windows en þær uppfærslur koma ekki að gagni ef fólk hefur sótt sér nýrri útgáfur beint frá Adobe. Microsoft mun ekki uppfæra nýrri útgáfur.
Adobe mælir með því að uppfæra upp í útgáfu 9.0.16.0 sem gefin var út 27.06. sl.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli