17. sep. 2006

The Mask of Zorro

Kvikmyndin The Mask of Zorro fjallar um það þegar hinn upprunalegi Zorró, leikinn af hinum margreynda Anthony Hopkins, sleppur úr fangelsi og snýr aftur til að hefna dauða konu sinnar. Hann fær sér lærling, leikinn af hinum glæsilega Antonio Banderas, og kennir honum að skylmast og að vera herramaður og nýr Zorró. Inn í söguna kemur einnig dóttir Zorró, leikin af hinni íðilfögru og þrýstnu Catherine Zeta-Jones, en hún og Zorró dragast hvort að öðru. Fín hasar-, drama- og gamanmynd.

Fær 7/10 í einkunn.

Engin ummæli: