Keeping Mum, The Sum of All Fears og Hostile Waters
Gamanmyndin Keeping Mum er svartur breskur húmor og segir frá fjölskyldu sem fær til sín húshjálp sem leysir vandamál fjölskyldunnar með því að myrða vandamálin.
Fær 7/10 í einkunn.
Kvikmyndin The Sum of All Fears er blanda af sovétógninni, öfgamönnum, kaldastríðinu, hryðjuverkum, kjarnorkuvá og hetjusögu, öllu vafið í snyrtilegan pakka.
Fær 7/10 í einkunn.
Leikna heimildamyndin Hostile Waters segir frá árekstri bandarísks og sovésks kjarnorkukafbáts undan austurströnd Bandaríkjanna í október 1986, nokkrum dögum fyrir leiðtogafund Reagans og Gorbachevs á Íslandi. Sovéski kafbáturinn skemmist alvarlega, það kviknar eldur í eldflaugageymslunni, kjarnakljúfarnir ofhitna og ástandið er mjög alvarlegt um tíma. Að lokum tekst að forða stórslysi, flestir komast lifandi frá borði og kafbáturinn sekkur.
Það er erfitt að staðsetja "leiknar heimildamyndir" því þær eru hvorki "hreinar heimildamyndir" né "skáldmyndir byggðar á sönnum atburðum". Þetta er þokkaleg kafbátamynd í stíl við K-19: The Widowmaker (sem fékk 7/10 í einkunn) en ekki alveg eins góð.
Fær 6/10 í einkunn.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli