18. sep. 2006

Einokun á .is

Í Fréttablaðinu í dag (18.09., bls. 15, miðju) er stórfrétt um að það sé "einokun á lénsskráningunni .is" því einungis fyrirtækið Internet á Íslandi hf. sér um þá skráningu. Það er ýmislegt skrýtið í þessari frétt því hún er ekki að segja frá neinu nýju eða einhverju leyndarmáli sem enginn vissi. Þetta er búið að vera svona lengi og ætti að vera öllum kunnugt. Að einkafyrirtæki sjái um skráningu á lénum er heldur ekkert nýtt eða óvenjulegt. T.d. sér Verisign Inc. um skráningu og rekstur á .com og .net, sem eru tvö af stærstu rótarlénum heimsins.

Engin ummæli: