17. ágú. 2006

Uppfærslur á Adobe Flash og Shockwave (9.0.16.0 / 10.1.3.018)

Adobe Flash Player og Shockwave Player hafa verið uppfærðir í útgáfu 9.0.16.0 (Flash) og 10.1.3.018 (Shockwave). Hægt er að sjá núverandi útgáfur sem vefsjáin er að nota á sérstakri vefsíðu hjá Adobe (vinstra megin í Shockwave glugganum en smella á About í Flash glugganum).

Nýjustu útgáfurnar má sækja beint frá Adobe: Sækja Flash og sækja Shockwave.

Athugið að ef það eru fleiri vefsjár á tölvunni en Internet Explorer (t.d. Firefox eða Opera) þá flækist málið aðeins. Í því tilfelli þarf að sækja Flash annars vegar með IE (eingöngu IE-útgáfan) og hins vegar með einhverri annarri vefsjá (útgáfur fyrir aðrar vefsjár) og svo er einfaldast að sækja Shockwave með einhverri annarri vefsjá en IE (útgáfur fyrir allar vefsjár; ef Shockwave er sótt með IE þá er einungis IE-útgáfan sótt).

Engin ummæli: