11. sep. 2006

Firewall og Lara Croft Tomb Raider: The Cradle of Life

Spennumyndin Firewall fjallar um það að fjölskylda yfirmanns net- og tölvuöryggismála hjá banka einum er tekin í gíslingu. Hann er síðan neyddur til að aðstoða ræningjana við að brjótast inn í tölvukerfi bankans og millifæra peninga. Þetta er ekki alslæm mynd en það gerist ekkert í henni fyrstu klukkustundina. Þá fyrst hefst hasarinn sem endar hins vegar einhversstaðar úti í óbyggðum án þess að söguþráðurinn þar að baki sé skiljanlegur.

Fær 5/10 í einkunn.

Tölvuleikjamyndin Lara Croft Tomb Raider: The Cradle of Life er slöpp spennumynd. Hún er önnur myndin sem byggð er á samnefndum tölvuleikjum, sú fyrsta var Lara Croft: Tomb Raider. Spilið frekar leikina en að horfa á myndina.

Fær 1/10 í einkunn.

Engin ummæli: