Flestir tölvunotendur eru ákaflega hugmyndasnauðir þegar kemur að póstforritum og velja bara eitthvað. Sérstaklega eru Windows notendur slæmir í þessu og er ekki einskorðað við póstforrit, en þeir nota upp til hópa sömu forritin Word, Outlook / Outlook Express, Internet Explorer, Media Player og MSN Messenger. Helst að þeir brjóti upp mynstrið með því að nota Google öðru hverju.
Staðreyndin er sú að það er til mjög mikið af póstforritum með mismunandi eiginleika, sem henta mismunandi fólki. Hérna er listi af nokkrum algengum og áhugaverðum póstforritum:
Windows:
Outlook Express | Einfalt en stórhættulegt. |
Thunderbird | Öflugt og skemmtilegt en vantar fínpússningu. |
Eudora | Öflugt en höndlar ekki viðhengi skemmtilega. |
Opera Mail | Hluti af Opera vefsjánni, fullt af möguleikum. |
Mulberry | Fyrir fólk sem fær gríðarlega mikið af tölvupósti. |
PC-Pine | Öruggt en ekki með grafísku viðmóti. |
Mac OS X:
Mail | Sjálfgefna póstforritið í Mac OS X. |
Thunderbird | Öflugt og skemmtilegt en vantar fínpússningu. |
Eudora | Öflugt en höndlar ekki viðhengi skemmtilega. |
Linux:
Thunderbird | Öflugt og skemmtilegt en vantar fínpússningu. |
KMail | Sjálfgefna póstforritið í KDE. |
Evolution | Sjálfgefna póstforritið í GNOME. |
Pine | Öruggt en ekki með grafísku viðmóti. |
Mutt | Öruggt en ekki með grafísku viðmóti. |
Til viðbótar eru þessi póstforrit eða hópvinnuforrit algeng í fyrirtækjum (Windows):
Outlook | (Exchange) | Póstur og dagatal. |
Lotus Notes | (Lotus Domino) | Dagatal og hópvinna en póstur er viðbót. |
GroupWise | (GroupWise) | Póstur og dagatal. |
Engin ummæli:
Skrifa ummæli