Hostel og The Hunt for Eagle One
Kvikmyndin Hostel er mjög blóðug og ógeðsleg. Þrír félagar fara í nautnaferðalag til Slóvakíu en lenda í klónum á rússnesku glæpagengi sem notar þá sem fórnarlömb til pyntinga. Gengið selur fólki "sem hefur prófað allt" tækifæri til að pynta og drepa einhvern. Einn þeirra félaganna sleppur og hefnir sín. Það væri e.t.v. hægt að segja að þessi mynd sé tilganglaust ofbeldi frá upphafi til enda en það myndi gefa í skyn að til sé ofbeldi sem hafi tilgang.
Fær 7/10 í einkunn.
Kvikmyndin The Hunt for Eagle One er einstaklega léleg. Hún byrjar með óskiljanlegu og samhengislausu bardagaatriði og heldur síðan áfram á þeim sömu nótunum. Í myndinni leikur m.a. Theresa Randle en hún er verri leikkona en Jennifer Love Hewitt, sem átti þó ekki að vera mögulegt. Forðist þessa mynd sem og framhaldið, The Hunt for Eagle One: Crash Point. Hvorutveggja mjög slæmar myndir.
Fær 1/10 í einkunn.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli