9. sep. 2006

Inside Man og Harry Potter and the Philosopher's Stone

Kvikmyndin Inside Man er svikahrappamynd um teymi ræningja sem fremja undarlegt bankarán. Í stað þess að drífa sig að ræna peningum og koma sér út, þá taka þeir fjölmarga viðskiptavini í gíslingu og fara síðan að tefja tímann og halda lögreglunni upptekinni. Að lokum sleppa þeir öllum gíslunum og lögreglan ryðst inn en þá finnast engir ræningjar í bankanum og engu virðist hafa verið stolið. Allavega er eigandi bankans ekki tilbúinn til þess að viðurkenna að nokkru hafi verið stolið en aukasöguþráðurinn í kringum það atriði er mjög óljós og fremur illskiljanlegur. Að öðru leyti er þetta fín afþreying.

Fær 7/10 í einkunn.

Harry Potter and the Philosopher's Stone er hin prýðisgóða byrjun á Harry Potter sjöleiknum. Harry byrjar í Hogwarts og lendir í ýmsum ævintýrum.

Fær 8/10 í einkunn.

Engin ummæli: