Garfield og Garfield 2
Kvikmyndin Garfield er gerð eftir samnefndum myndasögum. Handritið er einstaklega hugmyndasnautt og staglast á klisjum úr sögunum. Kötturinn er vel teiknaður en leikararnir eru lélegir, sérstaklega er Jennifer Love Hewitt alveg vonlaus leikkona.
Fær 1/10 í einkunn.
Framhaldið, Garfield 2, er síst skárra en fyrri myndin. Jennifer Love Hewitt er verri í þessari mynd en þeirri fyrri, og var þó ekki úr háum söðli að detta, en í staðinn eru komnir tveir vel teiknaðir kettir. Húmorinn er fyrir aldurshópinn 3-6 ára.
Fær 1/10 í einkunn.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli