25. mar. 2007

Forrit, 3. hluti: Google

Þessi pistill um forrit er frábrugðinn fyrri pistlum um póstforrit og vefsjár að tvennu leyti.

Í fyrsta lagi er ekki fjallað núna um forrit frá mörgum aðilum sem öll leysa sama verkefnið heldur mörg forrit frá sama aðila, Google, sem leysa mismunandi verkefni. Flest snúa að leit eða samskiptum. Helsta ástæðan fyrir því að fjalla sérstaklega um forrit frá Google er sú að þau eru gjarnan þau bestu í sínum flokki.

Í öðru lagi mun ég fjalla bæði um forrit og vefþjónustur, því Google er með margar vefþjónustur sem eru oft betri en samsvarandi forrit frá öðrum aðilum. Sem dæmi þá er Gmail (Google Mail) mun betri þjónusta en öll almenn póstforrit.

Forrit:

Google Desktop  Flokkar öll skjöl, myndir, tölvupóst o.sv.frv. og er með einfalt viðmót til að leita með.
Google Toolbar  Viðbót/takkaslá fyrir Internet Explorer og Firefox fyrir Google leit og margar aðrar Google þjónustur.
Picasa Gríðarlega öflugt og einfalt forrit til að halda utan myndasöfn.
Google Talk Spjallforrit, eins og MSN Messenger, fyrir þá sem nota Google Talk þjónustuna. Getur þó ekki tengst MSN.
Google Pack Þessi forrit og mörg fleiri má fá í einum pakka frá Google, ásamt ýmsum hagnýtum hugbúnaði frá öðrum aðilum.
Vefþjónustur:
Google Besta leit í heimi og á íslensku!
Gmail Besta vefpóstþjónusta í heimi og á íslensku! Hægt að nota samhliða póstforriti með því að nota POP3 aðganginn.
Google Reader Mjög góður fréttalesari (RSS / Atom), t.d. til að lesa blogg.
Blogger Mjög góð bloggþjónusta.
Personalized Home Þín eigin Google leitarsíða. T.d. hægt að setja inn RSS / Atom strauma sem breytast mjög hratt og önnur tól og tæki.
Picasa Web Albums Geymsla og vefur fyrir myndir. Auðvelt að nota með Picasa forritinu en ekki skilyrði.
Google Calendar Dagatal á netinu.
Google Docs & Spreadsheets Ritvinnsluskjöl á netinu, engin þörf á Office.
Google Maps Landakort af flestum stöðum á jörðinni.
Google Earth Gervihnattamyndir af jörðinni. Einnig hægt að fá sem forrit.
Google Groups Spjallþræðir um allt mögulegt.

Engin ummæli: