Fréttabann hjá AP
Fréttaveitan The Associated Press (AP) gerði sérstaka tilraun á dögunum og flutti engar fréttir af Paris Hilton í heila viku.
Stúlkan sú er eiginlega þekkt fyrir það eitt að vera þekkt. Hún er ekki þekkt fyrir neitt annað. AP ákvað því í raun að flytja engar fréttir af engu og athuga hvort að einhver saknaði þess. AP gafst svo upp eftir eina viku þegar stórbrotnir atburðir urðu í lífi stúlkunnar.
Það undarlega er að þessi ákvörðun, að flytja engar fréttir af engu, urðu að stórfrétt ("Even Ignoring Paris Hilton Makes News"). Þannig að það er fréttnæmt að flytja engar fréttir af ekki neinu.
Paris Hilton getur auðvitað ekki tapað á þessu, annað hvort er hún sjálf í fjölmiðlum eða það er helst í fréttum að fjölmiðlar séu að hunsa hana. Maður vorkennir fjölmiðlum samt hálfpartinn fyrir að vera í þessum vítahring. Þeir geta engu að síður einungis sjálfum sér kennt um þá aðstöðu sem þeir eru í, þeir bjuggu sjálfir til þetta skrímsli, þennan fjölmiðlavírus:
Jeff Jarvis, who teaches journalism at the City University of New York, decries the "one-size-fits-all disease" afflicting media outlets, who feel that "everybody's covering it, so we must, too." [...] "That disease leads to the Paris Hilton virus spreading through the news industry," says Jarvis.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli