Evran óvinsæl?
Skv. fyrirsögn þessarar fréttar hjá RÚV þá er evran óvinsæl meðal íbúa evrulandanna (eða "íbúa evrópsku evru-ríkjanna" eins og RÚV orðar það, ég veit samt ekki hvaða ríki utan Evrópu nota evruna sem lögeyri...).
Þegar maður les fréttina kemur í ljós að 49% af íbúum evrulandanna vilja að fyrri gjaldmiðlar verði teknir upp aftur en 47% vilja halda evrunni. Er ekki fulldjúpt í árina tekið að segja að evran sé óvinsæl, allavega miðað við þessar niðurstöður, væri ekki frekar við hæfi að segja að það séu skiptar skoðanir um evruna? Sérstaklega þegar engin skekkjumörk eru gefin upp og niðurstaðan er nánast helmingaskipti?
Seinna í fréttinni segir "[a]ðeins er meirihluti fyrir því að halda í evruna í 6 af evru-löndunum 13". Með áherslu á aðeins. Nú er
Það væri e.t.v. freistandi að halda það að pólitískar skoðanir fréttamanns sjáist hér í fréttaflutningnum en líklega er þetta bara hrein og klár leti. Enda er fréttamaðurinn einungis að þýða beint upp úr fréttatilkynningu Open Europe án þess að vísa í frumheimildina eða segja frá því hvaða samtök þetta eru.
Það er ákaflega leiðinlegur siður fréttamanna sem skrifa fyrir vefinn að vísa ekki á heimildir sínar, í þeim tilfellum þegar þær er að finna á vefnum. Ég tel að þetta sé merki um vanþroska fréttamanna sem eru enn fastir í hugsanahætti eldri miðla, eins og útvarps og dagblaða, sem leyfa ekki tilvísanir í heimildir með jafneinföldum, auðveldum og sjálfsögðum hætti og vefurinn.
Open Europe eru samtök sem munu vera fremur gagnrýnin á Evrópusambandið, nánast pólitísk samtök með tiltekin markmið gegn Evrópusambandinu. Það er því skiljanlegt að þau noti hástemmd lýsingarorð til að lýsa "réttum" niðurstöðum að þeirra mati:
"[A] majority of citizens in the eurozone want to go back to their old national currencies. For the eurozone as a whole 47% wanted to keep the euro, but 49% wanted to go back to their old currency. There is majority support for keeping the euro in only 6 out of the 13 euro member countries."Fréttamaðurinn hins vegar þýðir beint ofangreindan kafla úr fréttatilkynningunni án nokkurrar gagnrýni, án þess að vísa til heimildarinnar og án þess að fjalla um samtökin sem gerðu könnuna og skrifuðu tilkynninguna. Eftir situr pólitísk yfirlýsing en ekki boðleg frétt.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli