9. mar. 2007

Ritskoðun í Tyrklandi

Lögbann var sett á YouTube í Tyrklandi fyrir tveimur dögum en opnað aftur í dag.

Ef Tyrkir reyndu að fara á YouTube fengu þeir skilaboð á tyrknesku og ensku: "Access to www.youtube.com site has been suspended in accordance with decision no: 2007/384 dated 06.03.2007 of Istanbul First Criminal Peace Court".

Lögbannið var sett vegna þess að tiltekið myndband á YouTube þótti móðga Atatürk, frelsishetju og stofnanda nútíma Tyrklands.

Svona uppákomur eiga ekki að líðast í ríkjum sem vilja teljast til opinna og frjálsra lýðræðis- og réttarríkja og eru Tyrklandi til háborinnar skammar.

Því miður erum við Evrópubúar ekki alveg fullkomlega saklausir í þessum efnum, t.d. eru tilteknar skoðanir um seinni heimsstyrjöldina taldar óæskilegar í Þýskalandi og Austurríki og eru bannaðar þar. Í fljótu bragði man ég ekki dæmi frá Íslandi en málsfrelsisákvæðið í íslensku stjórnarskránni er þó ekki algilt; í 73. gr. stendur að tjáningarfrelsi megi setja skorður með lögum.

"I disapprove of what you say, but I will defend to the death your right to say it" (Evelyn Beatrice Hall) er mitt móttó.

Engin ummæli: