3. mar. 2007

Evra eða euro?

Evruumræðan er búin og ljóst að evran verður aldrei tekin upp sem gjaldmiðill á Íslandi.

Allavega ef marka má frétt á forsíðu Fréttablaðsins í dag (03.03., forsíða, neðst) en þar er sagt frá því að Íslendingar yrðu að nota heitið euro, en ekki evra, um þennan gjaldmiðil.

Hvurslags fréttamat er þetta eiginlega hjá Fréttablaðinu? Í fréttinni er rætt við lögfræðing hjá Seðlabanka Evrópu um möguleika Íslendinga á upptöku evrunnar og ýmis atriði því tengd skoðuð, eins og skilyrði fyrir upptöku hennar, en í fyrirsögn og fyrstu málsgrein er lögð aðaláhersla á smávægilegt lagatæknilegt atriði um hvað gjaldmiðlinn yrði formlega að heita.

Mikil má örvænting evruandstæðinga vera ef þetta er orðin aðalröksemd þeirra...

Engin ummæli: