Borat og Kinsey
"Heimildamyndin" Borat: Cultural Learnings of America for Make Benefit Glorious Nation of Kazakhstan er mikil skemmtun og aðhlátursefni en veldur jafnframt verulega miklum aulahrolli.
Fær 8/10 í einkunn.
Kvikmyndin Kinsey fjallar um ævi Alfred Kinsey, sem var frumkvöðull í rannsóknum á kynlífi. Fjallað er um æsku hans og menntun og síðan rannsóknir hans á kynlífi og kynhvöt frá lífræðilegu sjónarmiði, sem hann varð þekktur fyrir, jafnvel alræmdur, enda hefur kynlíf alltaf verið mikið feimnismál.
Fær 6/10 í einkunn.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli