Cantat-3 verður bilaður fram í apríl
Cantat-3 sæstrengurinn er búinn að vera bilaður síðan 17.12.2006, eða í tæpa tvo mánuði.
Í skýrslu starfshóps, sem samgönguráðherra skipaði 2005 um öryggi fjarskipta, og birt var á seinasta ári, kemur fram (sjá grein 3.10) að það væri "áhyggjuefni [...] ef bilun yrði á strengnum í sjó þar sem viðgerð getur tekið allt að 14 daga".
Fyrir þremur dögum birtist frétt á vefsetri Farice að "ólíklegt [er] að reynt verði að gera við strenginn fyrr en í aprílmánuði". Ef gert verður við hann á þeim tíma þá mun bilunin hafa varað í um 4 mánuði eða ⅓ úr ári. Vanáætlunin í skýrslu starfshópsins er því a.m.k. 8-föld og undirstrikar enn frekar nauðsyn þess að hafa 4 sæstrengi en ekki bara 2.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli