16. feb. 2007

„Gæsalappir“

Í Microsoft Office er fídus sem leiðréttir gæsalappir, skiptir út "straight quotes" fyrir “smart quotes”.

Mjög sniðugt, en virkaði bara alls ekki á íslensku. Það fer eftir tungumálinu hvaða gæsalappir á að setja í staðinn en ef tungumálið á skjalinu var „íslenska“ þá voru settar “enskar” gæsalappir. Mikil notkun á Word hefur orðið til þess í gegnum tíðina að fólk er almennt farið að nota enskar gæsalappir á íslensku og heldur að það sé rétt.

En í Office 2007 er þetta loksins lagað. Ef tungumál skjalsins er íslenska þá eru núna notaðar „íslenskar gæsalappir“.

Engin ummæli: