Uppfærslur frá Microsoft (febrúar 2007)
Uppfært 17.02.: Microsoft hefur gefið út viðvörun (SA 933052) vegna galla sem hefur uppgötvast í Microsoft Word. Verið er að misnota gallann til árása. Microsoft mun auðvitað laga gallann einhverntímann en þangað til eru ráðleggingarnar: "Do not open or save Office files that you receive from un-trusted sources or that you receive unexpectedly from trusted sources". Sem sagt, ekki nota Office...
Uppfært 15.02.: Engar af þeim uppfærslum sem voru gefnar út í þessum mánuði eiga við Windows Vista, en það er m.a. vegna þess að Microsoft gaf út mjög margar uppfærslur fyrir Vista hinn 29.01, degi áður en það var gefið út.
Uppfært 14.02.: Til viðbótar öryggisuppfærslum þá hefur Microsoft gefið út uppfærslu á rótaröryggisskilríkjum, til að styðja Extended Validation SSL skilríki, og einnig útgáfu 3.0 af .NET Framework. Þessar uppfærslur má nálgast á Microsoft Update (hlekkur virkar einungis í IE) með því að smella á Custom takkann, velja svo þessar uppfærslur undir Software, Optional og smella loks á Review and install updates og fylgja leiðbeiningunum. (Takið einnig allar uppfærslur undir High Priority með.)
Ef .NET Framework 3.0 er valið þá þarf að fara aftur inn á Microsoft Update, þegar uppfærslunum er lokið og búið er að endurræsa tölvuna, og sækja allar High Priority uppfærslur sem koma þá til viðbótar (athugið að tengslin við .NET Framework 3.0 verða ekki augljós). Athugið að það tekur töluverðan tíma bæði að setja inn og uppfæra .NET Framework 3.0 og það getur þurft að svara spurningum frá eldveggjum eins og ZoneAlarm.
Upprunalegt 13.02.: Microsoft gaf út 12 öryggisuppfærslur í dag (13.02.) fyrir Windows, Internet Explorer, Office, Visual Studio og Microsoft Antivirus (2007 nr. 5-16). Það er mjög mikilvægt að vera alltaf með nýjustu uppfærslur til að forðast vírusa og tölvuþrjóta.
Uppfærsla MS07-010 á Microsoft Malware Protection Engine undirstrikar hvers vegna enginn ætti að kaupa vírusvörn frá sama fyrirtæki og býr til það stýrikerfi og þau forrit sem vírusar herja helst á.
Hérna eru upplýsingar um þessar uppfærslur fyrir venjulega tölvunotendur og einnig fyrir tölvusérfræðinga.
Einfaldast er samt að stilla tölvuna sína til að sækja þessar uppfærslur sjálfkrafa með því að nota Automatic Updates en einnig er hægt að sækja þær handvirkt með því að fara á Microsoft Update (hlekkur virkar einungis í IE) og fylgja leiðbeiningunum þar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli