Ný útgáfa af Microsoft Office (2007)
Microsoft Office hefur verið uppfært í nýja útgáfu 2007, með gjörbreyttu viðmóti. Þeir sem eru ánægðir með sína núverandi útgáfu þurfa e.t.v. ekki nauðsynlega að uppfæra en þegar þetta nýja viðmót venst þá er það miklu skemmtilegra en það gamla og þægilegra að nota.
Þessu til viðbótar er auðveldara að sníða skjöl, bera saman mismunandi útgáfur, fjarlægja persónulegar upplýsingar úr "meta-data" og bæta við stafrænni undirskrift.
Svo er loksins möguleiki að vista sem PDF beint úr Office án þess að vera með Adobe Acrobat (það er einnig hægt að vista sem XPS en það er "PDF-snið sem Microsoft fann upp"). Þetta er ekki innbyggður möguleiki heldur þarf að setja inn viðbót frá Microsoft fyrir Office 2007. Það eru þrjár útgáfur í boði, PDF eingöngu, XPS eingöngu og svo bæði PDF og XPS, sem Microsoft mælir með. Ég mæli með annarri hvorri útgáfunni sem inniheldur PDF því Adobe Reader er nokkuð algengur hugbúnaður á tölvum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli