19. feb. 2007

RV og American Splendor

Gamanmyndin RV er dæmigerð mynd með Robin Williams. Söguþráðurinn skiptir nánast engu máli og myndin skilur lítið eftir sig en þetta er fín kvöldskemmtun.

Fær 7/10 í einkunn.

American Splendor er mjög sérstök mynd, eins og sumar myndir sem Paul Giamatti hefur leikið í, t.d. Sideways (sem fékk 7/10 í einkunn) Kvikmyndin fjallar um venjulegt líf og skáldskap teiknimyndasöguhöfundarins Harvey Pekar. Mjög áhugaverð mynd.

Fær 8/10 í einkunn.

Engin ummæli: