Apple varar við Windows Vista
Apple hefur varað Windows notendur sem nota iTunes og iPod við því að uppfæra upp í Windows Vista. Þess munu m.a. vera dæmi að iPod-spilarar hafi skemmst við það að vera tengdir við tölvur með Windows Vista.
Apple mælir með því að Windows notendur bíði eftir nýrri útgáfu af iTunes sem á að koma innan nokkurra vikna. Almennt styður Apple ekki Windows Vista ennþá.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli