Netið eða netið?
Það hefur oft vakið athygli mína og furðu þegar fólk talar um Netið og Vefinn. Hvers vegna að nota stóran staf í þessum orðum?
Eina ástæðan fyrir því að nota stóran staf í þessum orðum (á íslensku og ensku allavega) væri sú að þetta séu nöfn. En þá nöfn á hverju?
Wired News tók þá ákvörðun fyrir nærri þremur árum að hætta að nota stóran staf í þessum hugtökum. Í rökstuðningi sínum benti ritstjóri Wired á að það hefði í raun aldrei verið ástæða til þess að nota stóran staf þarna. Í raun væru netið og vefurinn einungis enn ein aðferðin til að miðla upplýsingum, rétt eins og blað, sjónvarp og útvarp, en ekki heiti á tilteknum hlutum eða miðlum.
Tökum dæmi: Berum setningarnar
Ég sá síðu á Netinu um daginn, á Vísir.is.saman við
Ég heyrði þátt í Útvarpinu um daginn, á Bylgjunni.
Ég sá síðu á netinu um daginn, á Vísir.is.Í báðum tilfellum er fyrst verið að tala um aðferðina (net, útvarp) og svo um hinn tiltekna miðil (Vísir.is, Bylgjan).
Ég heyrði þátt í útvarpinu um daginn, á Bylgjunni.
Seinni útgáfan er mun eðlilegri og þess vegna skrifa ég netið, vefurinn, blaðið, útvarpið og sjónvarpið, allt með litlum stöfum, þegar ég er að vísa til miðlunaraðferðarinnar sjálfrar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli