15. feb. 2007

(GMT) Casablanca, Monrovia, Reykjavik

Ný uppfærsla frá Microsoft (KB 931836) lagar vandamál sem er búið að vera lengi í Windows:

Til að stilla tölvu á Íslandi á rétt tímabelti hefur hingað til þurft að velja "(GMT) Casablanca, Monrovia" en það er Greenwich staðaltími án sumarbreytinga (GMT).

Stundum ruglaðist fólk, eða vissi ekki betur, og valdi í staðinn "(GMT) Greenwich Mean Time : Dublin, Edinburgh, Lisbon, London" en það er Greenwich tími með sumarbreytingum (GMT á veturna en BST, IST, WEST á sumrin). Það varð til þess að klukkan á tölvunni þeirra var vitlaus allt sumarið.

Með þessari uppfærslu á framvegis að velja "(GMT) Casablanca, Monrovia, Reykjavik" til að setja tölvu á Íslandi á rétt tímabelti.

Uppfærslan ætti að koma sjálfkrafa í gegnum Automatic Updates en einnig er hægt að sækja hana handvirkt með því að fara á Microsoft Update (hlekkur virkar einungis í IE) og fylgja leiðbeiningunum þar.

Engin ummæli: