The Three Burials of Melquiades Estrada og House of Sand and Fog
Kvikmyndin The Three Burials of Melquiades Estrada fjallar um ólöglegan mexíkóskan innflytjanda sem drepinn er af bandarískum landamæraverði. Vinur hans og vinnuveitandi rænir landamæraverðinum og neyðir til að koma með sér til Mexíkó til að grafa hann heima hjá sér. Fyrri hluti myndarinnar er sagður í myndbrotum sem eru ekki í réttri tímaröð en seinni hlutinn er línulegur. Athyglisverð mynd en stundum er lítið að gerast, sérstaklega hjá konu landamæravarðarins.
Fær 7/10 í einkunn.
Kvikmyndin House of Sand and Fog er áhrifarík saga um íranska innflytjendur til Bandaríkjanna og tilraunir þeirra til að koma undir sig fótunum. Þau kaupa hús á uppboði og fjallar sagan um baráttu þeirra og fyrri eiganda um húsið. Allt fer á versta veg og eru allar söguhetjurnar dauðar við lok myndar. Mjög góð saga og sannfærandi leikur en fremur hæg mynd á köflum.
Fær 7/10 í einkunn.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli