A Scanner Darkly
Kvikmyndin A Scanner Darkly er töluvert sérstök. Hún fjallar um fíkniefnalögreglumann sem verður að fíkniefnaneytanda þegar hann vinnur að leynilegu rannsóknarverkefni. Í raun er lögreglan að misnota hann og ætlar sér að lauma honum inn til framleiðanda hættulegs fíkniefnis í þeirru veiku von að lögreglumaðurinn rakni við sér þegar hann er kominn inn og hjálpi lögreglunni við að afla sannana.
Við myndina er notuð tækni sem kallast rotoscope og hún hefur því yfirbragð venjulegrar kvikmyndar en er með áferð eins og teiknuð mynd.
Fær 7/10 í einkunn.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli