24. okt. 2006

Öryggisgalli í Internet Explorer 7.0

Fyrsti öryggisgallinn í Internet Explorer 7.0 er kominn í ljós. Nýja útgáfan var gefin út 18.10. og Secunia gaf út viðvörun (SA22477) strax daginn eftir. Þetta er reyndar ekki nýr galli því samkvæmt fyrri viðvörun Secunia (SA19738) er þetta galli sem uppgötvaðist í Internet Explorer 5.5 og 6.0 í lok apríl, sem enn hefur ekki verið lagaður, og hrjáir greinilega einnig útgáfu 7.0.

Uppi eru deilur um þennan galla. Microsoft hefur mótmælt því að þetta sé galli í Internet Explorer og bendir á að gallinn sé í raun og veru í Outlook Express. Microsoft er auðvitað mikið í mun að halda uppi þeirri ímynd nýju útgáfunnar af Internet Explorer að hún sé mun öruggari en fyrri útgáfur. Secunia hefur á móti bent á að eingöngu er hægt að misnota gallann í gegnum Internet Explorer en ekki í gegnum Outlook Express.

Óljóst er hvenær þessi galli verður lagaður en hugsanlega verður það 14.11. nk.

Engin ummæli: