The da Vinci Code
Kvikmyndin The da Vinci Code er sérstaklega áhugaverð enda byggir hún á mjög skemmtilegri og þekktri bók og skartar úrvals leikurum eins og Tom Hanks, Audrey Tautou, Ian McKellen og Jean Reno sem skila mjög góðri vinnu. Myndvinnslan er mjög góð, áferð myndarinnar falleg og brellur eru notaðar á réttum stöðum án þess að vera yfirþyrmandi. Öll smáatriði eru í lagi, t.d. tala Frakkarnir frönsku sín á milli, sem maður hefði ekki búist við í Hollywood mynd, sem eykur raunsæi myndarinnar. Framúrskarandi skemmtun.
Fær 9/10 í einkunn.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli