19. okt. 2006

Ný útgáfa af Internet Explorer (7.0)

Internet Explorer vefsjáin hefur verið uppfærð í nýja útgáfu 7.0. Er þetta í fyrsta sinn í meira en fimm ár sem ný útgáfa kemur út en útgáfa 6.0 kom út 27.08.2001.

Meðal nýjunga eru endurhannað útlit, bætt öryggismál, endurbætt prentun og innbyggður RSS/Atom lesari.

Einnig er hægt að skoða síður í flipum, eins og hefur verið hægt í Firefox og Opera mjög lengi en Internet Explorer 7 bætir við "flýtiflipum" ("Quick Tabs") þar sem hægt er að sjá smækkaða útgáfu af þeim vefsíðum sem hafa verið opnaðar í flipum. Þetta er mjög sniðugt og ekki ósvipað Exposé í Mac OS X.

Í þessari nýju útgáfu er loks stuðningur við íslensk lén (IDN), sem hefur verið hægt að skrá hjá ISNIC síðan 01.07.2004 eða í tæp tvö og hálft ár, en aðrar vefsjár (eins og Firefox) hafa stutt IDN lén í nokkurn tíma.

Þessi nýja útgáfa er fyrir Windows XP SP2 og Windows Server 2003 SP1 og mun koma með Windows Vista. Hinsvegar verða Windows 2000 SP4 notendur að halda áfram að nota útgáfu 6.0 (nánar tiltekið útgáfu 6.0 SP1).

Engin ummæli: