28. okt. 2006

Dýr netframköllun á Íslandi

Netframköllun er mjög dýr á Íslandi en sem betur fer er hægt að láta framkalla myndir erlendis og senda heim. Ef við berum saman Hans Petersen á Íslandi og Bonusprint America þá kemur í ljós að Hans Petersen er um 140% dýrari en Bonusprint.

Þessi tala er byggð á raunverulegu dæmi um 223 myndir sem voru sendar í netframköllun hjá Bonusprint.

Hver mynd hjá Bonusprint kostar ¢11 eða kr. 7,47 (m.v. gengi USD í dag). Við það bætist 10% tollur og 24,5% VSK svo að hver mynd kostar kr. 10,04 samtals. Heild fyrir 223 myndir er þá kr. 2.239,88. Við það bætist póstburðargjald kr. 273,02 til Íslands og tollmeðferðargjald kr. 350,00.

Heild er þá kr. 2.862,91 eða kr. 12,84 fyrir hverja mynd hjá Bonusprint.

Berum saman við Hans Petersen. Þar kostar hver mynd með VSK kr. 29,00. Heild fyrir 223 myndir er þá kr. 6.467,00. Við það bætist heimsending kr. 300,00.

Heild er þá kr. 6.767,00 eða kr. 30,35 fyrir hverja mynd hjá Hans Petersen.

Í báðum tilfellum er um nákvæmlega sömu þjónustu að ræða, myndir afhentar með rafrænum hætti og þeim skilað útprentuðum heim að dyrum. Hans Petersen er því 136,40% dýrari en Bonusprint í þessu tiltekna dæmi, sem er gífurlegur verðmunur.

Engin ummæli: