24. okt. 2006

Ný útgáfa af Firefox (2.0)

Firefox vefsjáin hefur verið uppfærð í nýja útgáfu 2.0. Þessi útgáfa kemur í kjölfar útgáfu 1.5, sem kom út fyrir tæpu ári síðan (29.11.2005), og byggir að mestu leyti á henni en þó með töluverðum viðbótum.

Meðal nýjunga eru endurbætt útlit, aukið öryggi, "live titles", innbyggð ritvilluvörn og endurhannaður viðbótastjóri. Einnig eru betri innbyggðir leitarvélar sem auðveldara er að bæta við og fjarlægja. Flipastjórnun hefur verið bætt mjög. Auk þess er núna innbyggð hrunvörn þannig að ef kerfið hrynur þá er hægt að ræsa Firefox aftur og halda áfram þar sem frá var horfið.

Þessi nýja útgáfa er fyrir allar útgáfur af Windows, Mac OS X, Linux, Solaris, BSD o.sv.frv.

Internet Explorer 7.0 tókst því að vera besta vefsjáin á markaðinum í heila fimm daga áður en Firefox 2.0 hirti aftur titilinn.

Engin ummæli: