11. nóv. 2006

Mission: Impossible III

Kvikmyndin Mission: Impossible III er fín hasarmynd. Söguþráðurinn skiptir ekki öllu máli (en hann er trúanlegur og það er samhengi í honum) því það er góður og skemmtilegur hasar í þessari mynd frá upphafi til enda.

Fyrsta myndin, Mission: Impossible, var mjög góð og fersk og fékk 7/10 í einkunn. Önnur myndin, Mission: Impossible II, var leiðinleg og ruglingsleg, var alveg á mörkum þess að vera þess virði að horfa á honum og fékk 5/10 í einkunn. Menn hafa lært af þeim mistökum og þriðja myndin er mun betri. Góð skemmtun.

Fær 7/10 í einkunn.

Engin ummæli: