30. júl. 2010

Inception

Inception er fín kvikmynd. Hún fjallar um veruleika og drauma og fólk sem getur farið inn í drauma með öðrum og inn í draum innan í draumi. Mjög Matrix-legt en betri mynd en framhaldsmyndir Matrix. Það er líka hægt að gleyma því að maður sé inn í draumi, minnir mann dálítið á Memento, enda er þetta sami leikstjórinn. Vel þess virði að sjá þessa mynd, varla þess virði að fara í bíó á hana.

Fær 8/10 í einkunn.

Engin ummæli: