24. maí 2007

Aukauppfærslur frá Microsoft, hluti 1:2

Upprunalegt 22.05.: Microsoft gaf út viðvörun í dag (SA 927891) vegna uppfærslu (KB 927891) sem það gaf út til að laga vandamál við Automatic Updates og Microsoft Update sem allmargir lenda í: Þegar farið er á Microsoft Update þá notar forritið svchost.exe 100% af örgjörvanum í langan tíma og tölvan virðist hætta að virka.

Þessi uppfærsla er sú fyrri af tveimur, þessi lagar Windows Installer og sú seinni mun laga Windows Update forritið.

Hægt að sækja þessa uppfærslu með því að fara á Microsoft Update (hlekkur virkar einungis í IE) og fylgja leiðbeiningunum þar.

Engin ummæli: