10. ágú. 2008

Enn meiri sæstrengjafjöld

Ég er mikill áhugamaður um sæstrengi og hef skrifað allmarga pistla um þá í gegnum tíðina, nánar tiltekið þessa:

Í dag er Ísland tengt með Cantat-3 til Danmerkur, Bretlands og Kanada og með Farice til Skotlands. Ég hef kallað þetta að vera með "2 og ½" sæstreng því leggirnir á Cantat-3 eru ekki alveg sjálfstæðir.

Eins og sjá má á titlunum á pistlunum hér að ofan þá hefur ástandið ekki verið sérlega gott og einnig er Cantat-3 að nálgast líftíma sinn. En núna hillir loksins í að breyting sé að verða á.

Verið er að leggja Danice til Danmerkur. Einnig er verið að leggja Greenland Connect til Grænlands og þaðan til Kanada. Hibernia Atlantic áformar enn að tengja Ísland og Írland og loks er í umræðunni að leggja streng frá Íslandi til Bandaríkjanna.

Vonandi verður af þessu og vonandi ganga áform þeirra upp, sem ætla að nota strengina, því gagnaver, eins og þau sem Verne Global og Data Islandia eru að reisa, eru mun betri nýting á raforku en stóriðja, á allan hátt.

Engin ummæli: