11. ágú. 2007

Sæstrengjafjöld

Á seinustu dögum hafa borist fregnir að margir stefni að því að leggja nýja sæstrengi til Íslands. Eins og ég hef áður fjallað um þá eru sæstrengir hagkvæm fjárfesting en einnig að það þarf a.m.k. tvo sjálfstæða, hringtengda fjarskiptastrengi, þ.e.a.s. 4 sæstrengi í heildina milli Íslands og umheimsins.

Nú bendir allt til þess að bráðum tengi 4 sæstrengir Ísland, þrátt fyrir að Cantat-3 verði aflagður vegna aldurs. Fyrir er Farice-1 og byrjað er á vinnunni vegna Farice-2. Grænlenska TELE-POST ætlar að leggja sæstreng frá Grænlandi til Kanada til að tengjast N-Ameríku og svo annan streng til Íslands til að tengjast Evrópu í gegnum strengi frá Íslandi. Íslendingar munu á móti geta notað sér sambandið til Kanada í gegnum Grænland. Að lokum hafa borist fréttir af því að Hibernia Atlantic ætli að leggja sæstreng frá Íslandi og tengja við strengjaparið sitt.

Engin ummæli: