31. des. 2006

Dauðarefsingar eru villimennska

Afganistan, Bandaríkin, Írak, Kína og Norður-Kórea eru meðal þeirra ríkja sem iðka þá villimennsku að beita dauðarefsingum.

Rétturinn til lífs er æðstur mannréttinda og önnur réttindi eru sem hjóm eitt í samanburði. Það sýnir einnig hinn innri mann hverrar þjóðar hvernig hún fer með sínu verstu glæpamenn og hvort að hún stenst þá freistingu að gjalda líku líkt, sama hversu hroðalega glæpi þeir hafa framið.

Það væri vonandi að mannkynið fyndi hjá sér minni hvöt á nýju ári til að drepa hvert annað, stofna til stríða og valda hungursneyðum og eymd.

Gleðilegt nýtt ár.

1 ummæli:

breyni sagði...

Heyr, heyr! Ég tek svo innilega undir þetta.