Click og Over the Hedge
Kvikmyndin Click fjallar um arkitekt á framabraut sem tekur vinnuna fram yfir fjölskylduna. Hann eignast "universal remote control" sem getur "remote controlled the universe". Til að byrja með notar hann þessa fjarstýringu til að flýta fyrir sér en fer svo að misnota hana. Að lokum tekur fjarstýringin af honum völdin og líf hans verður ömurlegt. Þetta er köflótt mynd, sum atriðin eru óborganleg en svo dettur myndin stundum niður þess á milli. Góð skemmtun engu að síður.
Fær 7/10 í einkunn.
Teiknimyndin Over the Hedge er fín afþreying fyrir börn en er annars uppfull af klisjum (ekki ósvipað Cars). Það helsta sem er áhugavert við þessa mynd er hve vel hefur tekist að teikna feld og hár og nokkur hasaratriði sem eru listilega gerð.
Fær 6/10 í einkunn.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli