1. des. 2006

Casino Royale

James Bond myndin Casino Royale er líklegasta besta Bond myndin í langan tíma. Hún er hrottaleg eins og þegar Sean Connery lék hann (það sér á Bond eftir slagsmál) og það eru engin heimskuleg fíflalæti með Q.

Þessi mynd er alls ekki gallalaus, hún er stundum alltof hæg en svo er skyndilega hoppað á milli atriða og söguþráðurinn er á köflum varla trúanlegur. Samtölin geta líka verið ansi stirð, nema atriði með James Bond og Vesper Lynd um borð í lest á leið til Svartfjallalands sem er stórgóð skemmtun. En byrjunaratriðið er flott, spennan er þétt, hasarinn góður og skemmtunin fín. Mjög góð mynd.

Fær 8/10 í einkunn.

Engin ummæli: