Ný útgáfa af Adobe Reader og Acrobat (8.0)
Adobe Reader og Acrobat hafa verið uppfærð í nýja útgáfu 8.0, sem býður upp á nýtt viðmót og ný tól til að vinna með PDF skjöl. Nýju útgáfuna af Adobe Reader má sækja beint frá Adobe en kaupa þarf uppfærslu af Adobe Acrobat.
Samtímis útgáfunni gaf Adobe út viðvörun (APSB06-20) vegna öryggisgalla í útgáfum 7.0.0-7.0.8 á Windows. Notendur eru hvattir til að uppfæra upp í nýju útgáfuna (eða fylgja leiðbeiningunum í viðvöruninni um hvernig má lagfæra gallann ef þeir geta ekki uppfært).
Engin ummæli:
Skrifa ummæli